Með því að versla á síðunni okkar samþykkir þú eftirfarandi skilmála:

Almennar upplýsingar

Heimavera

Kt: 030788-3709

heimavera@heimavera.is

​Sími: 848-1430

Afhendingartími

Afhendingartími er að jafnaði 3-5 virkir dagar eftir að pöntun berst og greiðsla hefur átt sér stað. Varan er send beint heim til kaupanda með Íslandspósti. 

 

Skilaréttur

Hægt er að skila/skipta vöru allt að 14 dögum eftir að varan hefur verið keypt. Varan þarf að vera í upprunalegum umbúðum og ónotuð. 
 

Endurgreiðsla er á sama formi og greitt var fyrir vöruna. Sendingarkostnaður er ekki endurgreiddur nema um gallaða vöru sé að ræða. Ath að það þarf að framvísa kvittun við skil á vöru. 

Ef viðskiptavinur sendir vöru með pósti til þess að skila henni greiðir hann sjálfur sendingargjald og ber ábyrgð á sendingu þar til við höfum móttekið vöruna.

Persónuupplýsingar

Seljandi heitir kaupanda fullum trúnaði um allar upplýsingar sem hann gefur upp í vefversluninni. Við munum ekki undir neinum kringumstæðum veita þriðja aðila persónuupplýsingar, nema okkur beri lagaleg skylda til þess.

 

Greiðslumáti

Við erum með greiðslukerfi frá Korta sem styður greiðslur með Mastercard og Visa. 

 

Verð

24% virðisaukaskattur er innifalinn í öllum verðum. Verð eru í íslenskum krónum og birt með fyrirvara um innsláttarvillur og myndarugl. Fyrirtækið áskilur sér rétt til að hætta við viðskipti ef rangt verð eða röng mynd er birt í vefverslun, í þeim tilfellum fær kaupandi endurgreitt. Fyrirtækið áskilur sér rétt til verðbreytinga án fyrirvara.