top of page

Með því að versla á síðunni okkar samþykkir þú eftirfarandi skilmála:

Almennar upplýsingar

Heimavera

Afhendingartími

Afhendingartími er að jafnaði 3-5 virkir dagar eftir að pöntun berst og greiðsla hefur átt sér stað. Hægt er að velja um að fá sent beint heim að dyrum, sent í næsta pósthús, sent með bréfpósti eða sótt í Pixel, Ármúla 1.

 

Skilaréttur

Hægt er að skila/skipta vöru allt að 14 dögum eftir að varan hefur verið keypt. Varan þarf að vera í upprunalegum umbúðum og ónotuð. 
 

Endurgreiðsla er á sama formi og greitt var fyrir vöruna. Sendingarkostnaður er ekki endurgreiddur nema um gallaða vöru sé að ræða. Ath að það þarf að framvísa kvittun við skil á vöru. 

Ef viðskiptavinur sendir vöru með pósti til þess að skila henni greiðir hann sjálfur sendingargjald og ber ábyrgð á sendingu þar til við höfum móttekið vöruna.

Greiðslumáti

Hægt er að greiða í gegnum greiðslusíðu Rapyd. Ef valið er að greiða með millifærslu skal kaupandi greiða pöntun innan klukkutíma, berist greiðsla ekki er pöntun ógild. Reikningsnúmer er 0586-26-850910 og kennitala 030788-3709.

Muna að senda greiðslukvittun á heimavera@heimavera.is 

Verð

24% virðisaukaskattur er innifalinn í öllum verðum. Verð eru í íslenskum krónum og birt með fyrirvara um innsláttarvillur og myndarugl. Fyrirtækið áskilur sér rétt til að hætta við viðskipti ef rangt verð eða röng mynd er birt í vefverslun, í þeim tilfellum fær kaupandi endurgreitt. Fyrirtækið áskilur sér rétt til verðbreytinga án fyrirvara.

Persónuupplýsingar

Seljandi heitir kaupanda fullum trúnaði um allar upplýsingar sem hann gefur upp í vefversluninni. Við munum ekki undir neinum kringumstæðum veita þriðja aðila persónuupplýsingar, nema okkur beri lagaleg skylda til þess.


Heimavera meðhöndlar persónuupplýsingar kaupanda vegna notkunar á vefsvæðinu www.heimavera.is í samræmi við gildandi lög og reglur um meðferð persónulegra upplýsinga á hverjum tíma.

Notkun vefsíðu

Þessi vefsíða notar kökur (cookies) til að gera reynslu þína betri. Með því að halda áfram notkun vefsins staðfestir þú samþykki þitt fyrir því, en þú getur sagt þig frá þess konar notkun.

Vafrakaka (e. Cookie) er lítil textaskrá sem vafrinn vistar í tölvuna þína eða snjalltæki þegar þú heimsækir þennan vef. Upplýsingarnar í kökunni má nota til að fylgjast með vafri notenda á vefsvæðinu og þær upplýsingar til að bæta vefinn, þjónustuna o.fl.

Með því að samþykkja notkun á vafrakökum heimilar þú vefnum m.a.

  • að bera kennsl á notendur sem hafa komið áður og sníða þá leit, þjónustu, ofl. í samræmi við fyrri notkun og stillingar

  • að safna saman tölfræðilegum upplýsingum sem notaðar eru til gefa innsýn til að bæta vefsvæðið og þjónustuna

  • að birta notendum auglýsingar

  • að safna og senda tilkynningar um fjölda notenda og umferð um vefinn

Við notum Facebook og Instagram til að mögulega birta auglýsingar til notenda sem heimsótt hafa vefsvæðið en það er gert án þess að notast við persónugreinanlegar upplýsingar.

Meðferð persónuupplýsinga


Mögulegt er að við söfnum persónugreinanlegum upplýsingum um þig, svo sem nafni, heimilisfangi, kennitölu, netfangi og símanúmeri í tengslum við afgreiðslu á pöntun frá þér, skráningu á póstlista eða vegna annarra samskipta við þig. Einnig fjármálatengdar upplýsingar og heimilisfang vegna reiknings, og einstaklingsupplýsingar, svo sem netföng, heimilisfang, símanúmer og viðtökustað vörusendingar. Fjármálatengdar upplýsingarnar eru nýttar eingöngu til að innheimta greiðslu fyrir þá vöru sem þú kaupir. Allar persónuupplýsingar sem þú lætur okkur í té eða kunna að verða til við notkun á kökum verða meðhöndlaðar og unnið með í samræmi við lög 90/2018 um persónvernd og vinnslu persónuupplýsinga og reglugerð ESB nr. 2016/679.

bottom of page